Fasteignaréttur

Lögmenn stofunnar sinna ýmsum verkefnum á sviði fasteignaréttar, þ.m.t. á sviðum er tengjast fasteignum, rekstri þeirra og eignarhaldi. Veigamikill þáttur í því sambandi lýtur að löggjöf á sviði bygginga- og skipulagsmála. Síðast en ekki síst veitir stofan þjónustu og ráðgjöf vegna fasteignakaupa og þeirra fjölþættu ágreiningsefna sem upp kunna að koma í tengslum við þau, t.d. vegna galla, vanheimildar, greiðsludráttar eða annarra vanefnda.

Starfsmenn með sérfræðiþekkingu á þessu sviði

Nafn Starfsheiti
Páll Eiríksson hdl., LL.M
Þórður Guðmundsson hdl