Gjaldþrotaréttur og skiptastjórn

Skuldaskila- og gjaldþrotaréttur er réttarsvið sem stofan hefur ávallt lagt mikla áherslu á. Hjá stofunni er mjög mikil reynsla af skiptum þrotabúa auk þess sem stofan veitir lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu, t.d. vegna greiðsluerfiðleika. Þá veitir stofan bönkum og fjármálastofnunum ráðgjöf á þessu sviði. Undir þetta svið fellur m.a. skiptastjórn þrotabúa, samningagerð vegna fjárhagserfiðleika, umsjón nauðasamninga og ráðgjöf vegna yfirvofandi gjaldþrots. Lögmönnum stofunnar hefur í gegnum tíðina verið trúað fyrir skiptastjórn í mjög umfangsmiklum þrotabúum þar sem verulegir hagsmunir voru í húfi.

Starfsmenn með sérþekkingu á þessu sviði:

Nafn Starfsheiti
Steinunn Guðbjartsdóttir hrl.
Páll Eiríksson hdl., LL.M
Valgerður Valdimarsdóttir hdl.