Borgarlögmenn - Holm & Partners bjóða alla almenna lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, málflutning fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, gerð lögfræðilegra álitsgerða og umsagna.

Lögmannsstofan Borgarlögmenn - Holm & Partners var stofnuð vorið 2006.  Eigendur lögmannsstofunnar eru Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir hrl. og Páll Eiríksson, hdl.  Lögmenn stofunnar hafa allir fjölþætta reynslu og þekkingu á vettvangi lögfræðinnar.  Við leggjum metnað okkar í að veita góða og persónulega þjónustu, þar sem hagsmunir viðskiptamanna eru í fyrirrúmi.

Hér á vefsíðunni er gerð grein fyrir þeirri þjónustu sem stofan veitir en sú upptalning málaflokka sem hér birtist er ekki tæmandi.  Hafið samband til að afla frekari upplýsinga og til viðræðna.