BORGARLÖGMENN

 

 

Lögmannsstofan Borgarlögmenn – Holm & Partners var stofnuð vorið 2006, en á rætur að rekja til ársins 1995 þegar Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir hóf eigin rekstur.

Eigendur lögmannsstofunnar eru Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir hrl. og Páll Eiríksson, hdl.  Lögmenn stofunnar hafa fjölþætta reynslu og þekkingu á vettvangi lögfræðinnar.  Við leggjum metnað okkar í að veita góða og persónulega þjónustu, þar sem hagsmunir viðskiptamanna eru í fyrirrúmi.

Þjónusta

Borgarlögmenn bjóða alla almenna lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
FYRIRTÆKI OG REKSTUR

Lögmenn stofunnar hafa áratuga reynslu í stofnun fyrirtækja, hvort sem er hlutafélaga, einkahlutafélaga, sameignarfélaga eða samlagsfélaga. Þá veita lögmenn stofunnar aðra ráðgjöf er viðkemur félagarétti, þ.m.t. kaup, sölu og aðrar breytingar á samþykktum.

ERFÐIR OG SKIPTI DÁNARBÚA

Lögmenn stofunnar hafa árum saman veitt ráðgjöf í erfðamálum og séð um einkaskipti dánarbúa. Þá er mikil reynsla fyrir hendi við gerð erfðaskráa. Einnig tökum við að okkur hagsmunagæslu og ráðgjöf við opinber skipti

ÁREIÐANLEIKI
Lögmenn stofunnar veita ráðgjöf við kaup/sölu á fyrirtækjum og/eða rekstri.
HJÚSKAPUR OG SAMBÚÐ

Lögmenn stofunnar hafa áratuga reynslu við ráðgjöf við einstaklinga á þessu sviði og koma m.a. að gerð kaupmála við hjúskapar/sambúðarstofnun eða með á hjúskap/sambúð stendur. Þá sinna lögmenn stofunnar ráðgjöf við skilnað eða sambúðarslit

MÁLFLUTNINGUR

Lögmenn stofunnar hafa vítæka reynslu af flutningi mála á öllum dómstigum.

SAMNINGAR OG SAMNINGAGERÐ

Lögmenn stofunnar hafa yfirgripsmikla þekkingu á sviði samningagerðar og samningaréttar. Stofan sér um hvers konar ráðgjöf við samningagerð og efndir samninga

STEINUNN HÓLM GUÐBJARTSDÓTTIR

HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR

Sérsvið

Skuldaskilaréttur/gjaldþrotaskipti, skiptaréttur, erfðaréttur og skipti dánarbúa, fjármál hjóna og sambýlisfólks, málflutningur, samningagerð, almenn lögfræðistörf.

Tungumál

Enska og danska.

PÁLL EIRÍKSSON, 

HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR, LLM.

Sérsvið

Banka- og fjármálasvið, skiptaréttur, erfðaréttur og skipti dánarbúa, málflutningur, samningagerð, skattamál og almenn lögfræðistörf.

Tungumál

Enska 

Hafðu samband